Hoppa yfir valmynd
31. desember 2007 Innviðaráðuneytið

Breytingar í samgönguráðuneytinu um áramót

Ýmsar breytingar verða í samgönguráðuneytinu nú um áramótin. Verkefni verða færð til samgönguráðuneytisins og fjölgar starfsmönnum í samræmi við það um 8 og verða alls 32.

Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar á síðastliðinu sumri um breytingar á Stjórnarráðinu flytjast sveitastjórnarmál og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til ráðuneytisins frá félagsmálaráðuneytinu. Með þeim verkefnum flytjast fimm starfsmenn og ráða þarf tvo starfsmenn til viðbótar. Skrifstofustjóri sveitastjórnarmála er Hermann Sæmundsson og forstöðumaður Jöfnunarsjóðs er Elín Pálsdóttir.

Ábyrgð á málefnum Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) flyst einnig til samgönguráðuneytisins en þau mál hafa verið á forræði utanríkisráðuneytisins. Fyrirhuguð er lagabreyting í því skyni að sameina starfsemi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og FLE í opinbert hlutafélag. Samgönguráðherra mun fara með með hlutabréf ríkisins í félaginu. Gert er ráð fyrir að lagafrumvarp verði lagt fram fljótlega á vorþingi.

Þriðja breytingin á ráðuneytinu er sú að ferðamál verða flutt til iðnaðarráðuneytisins og mun Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála, flytjast með málaflokknum.

Samfara þessum breytingum verður nýtt skipurit ráðuneytisins kynnt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta