Leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl nk., á íslensku og ensku. Myndböndin er bæði að finna á kosningavef ráðuneytisins, kosning.is, og á YouTube.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt, á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra, og erlendis hjá sendiráðum og kjörræðismönnum.
- upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á vef sýslumanna
- upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis á vef utanríkisráðuneytisins
- nánar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kosning.is
Leiðbeiningarmyndbönd
Myndböndin um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl nk. eru hugsuð til leiðbeiningar en ítarlegri umfjöllun um kosningaathöfnina er að finna í lögum um kosningar til Alþingis.
Sjá myndböndin á YouTube:
a. íslenska
b. enska
Almennar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins kosning.is.