Hoppa yfir valmynd
20. mars 2013 Innviðaráðuneytið

Efling almenningssamgangna ekki aðeins skynsamleg heldur nauðsynleg

Samferða skynseminni var yfirskrift upphafserindis Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á  málþingi ráðuneytis og Vegagerðarinnar, Stuð í strætó, sem haldið var í Reykjavík í dag. Þar var fjallað um framtíðarsýn og stefnu almenningssamgöngum og hvernig unnið hefur verið að breyttu skipulagi og samræmingu þeirra innan sveitarfélaga og milli sveitarfélaga undanfarin misseri.

Frá málþingi um almenningssamgöngur
Frá málþingi um almenningssamgöngur

Í erindi sínu sagði innanríkisráðherra að almenningssamgöngur á Íslandi hefðu verið í skötulíki, kerfið hefði ekki verið gott og fólk hefði að miklu leyti verið háð einkabílnum. Hann benti á að kostnaður við samgöngur væri sífellt dýrari hluti heimilishaldsins og leggja yrði meira uppúr almenningssamgöngum í stað rándýrra einkalausna sem einkabíllinn óneitanlega væri. ,,Og varðandi skipulagið hljótum við að spyrja hvort við ætlum að láta einkabílinn ráða inn í framtíðina skipulagingu byggða og byggðarlaga í þeim mæli sem allt stefnir í ef ekkert er að gert,” sagði ráðherrann meðal annars. Hann sagði skynsemisrök hníga í þá átt að lagt væri meira uppúr almenningssamgöngum en gert hefði verið, aðeins stórátak dygði í þeim efnum.

Innanríkisráðherra flutti upphafserindi á málþingi um almenningssamgöngur í dag.,,Ég leyfi mér að fullyrða að við stöndum frammi fyrir byltingu í almenningssamgöngum. Þetta á við á höfuborgarsvæðinu þar sem varið verður milljarði á ári til viðbótar þeim fjármunum sem þegar renna til almenningssamgangna. Ég hef sagt að þetta séu okkar jarðgöng hér á höfuðborgarsvæðinu – eða ígildi þeirra.”

Í lok máls síns sagði ráðherra að efling almenningssamgangna væri ekki bara skynsamleg heldur lífsnauðsynleg ef ætlunin væri að stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna og vistvænna og heilbrigðara samfélagi.

Hér að neðan er listi yfir erindi þeirra sem studdust við glærukynningar:

Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin stóðu að málþingi um almenningssamgöngur í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta