Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2017 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 6/2017 Úrskurður 9. febrúar 2017

Mál nr. 6/2017                       Millinafn:       Mar

 


Hinn 9. febrúar 2017 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 6/2017 en erindið barst nefndinni 16. janúar:

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn, eru nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð í íslensku máli sem annaðhvort eiginnöfn karla eða kvenna, ekki heimil sem millinöfn. Nafnið Mar hefur stöðu ættarnafns á Íslandi og er jafnframt á mannanafnaskrá sem eiginnafn karla. Af þessum ástæðum er útilokað að fallast á millinafnið Mar á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn.

 

Hvorki gögn né rök hafa verið færð fram fyrir því að beiting 3. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn komi til álita við úrlausn málsins. Hins vegar má af gögnum málsins ráða að úrskurðarbeiðandi vilji nota umbeðið nafn í listrænum tilgangi, þ.e. nota það sem listamannanafn. Í því samhengi skal á það bent að einstaklingum er jafnan frjálst að nota listamannsnöfn á ýmsum vettvangi þótt þau séu ekki á mannanafnaskrá.

 

Úrskurðarorð:

Hafnað er beiðni um millinafnið Mar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta