Skýrari umgjörð um eineltismál
Í lögunum er meðal annars kveðið á um skýrari heimildir ráðsins til þess að vinna með persónuupplýsingar og heimild til að takmarka aðgang aðila að gögnum ef talið er að slíkt getis skaðað hagsmuni barns, til samræmis við ákvæði barnaverndarlaga. Aukinheldur er fjallað um skipan ráðsins og hæfniskröfur sem gerðar eru til þeirra sem þar eiga sæti.
Fagráð eineltismála er ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga þar sem álit þess eru ráðgefandi. Niðurstöður þess eru því ekki skuldbindandi fyrir aðila máls gagnvart öðrum úrræðum sem lög og reglur kunna að bjóða upp á.