Hoppa yfir valmynd
12. mars 2013 Utanríkisráðuneytið

Ráðuneytisstjóri ávarpar útskriftarnemendur við Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ

Hluti útskriftarnemenda sjávarútvegsskóla SÞ

Hinn 5. mars sl., útskrifuðust 22 nemendur frá 13 löndum frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þar af 9 konur. Með útskriftinni lauk Sjávarútvegsskólinn sínu fimmtánda starfsári, en hann hóf starfsemi árið 1998. Frá upphafi hafa 263 nemendur frá 47 löndum útskrifast frá skólanum.

Sjávarútvegsskólinn er rekinn af Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum. Framlög til skólans eru hluti af framlögum Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, en samstarf á sviði sjávarútvegsmála hefur verið sérstakt áherslusvið í þróunarsamvinnu Íslendinga frá upphafi. Markmið skólans er að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum en auk sex mánaða þjálfunar á Íslandi heldur skólinn reglulega námskeið í þróunarlöndum.

Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins flutti ávarp við útskriftina. Hann  lagði ríka áherslu á gott starf skólans og mikilvægi þeirra fyrir framfarir í þróunarlöndum. Útskrifaðir nemendur gegna þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu á sviði fiskimála þegar heim er snúið eftir sex mánaða dvöl á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta