Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19 Staða bólusetninga við lok fyrsta ársfjórðungs

Upphaf bólusetningar gegn COVID-19 29. desember 2020 - myndMynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Fyrsta sending af bóluefni við Covid 19 barst til landsins 28. desember á síðasta ári og hófst bólusetning daginn eftir. Nú þegar fyrsta ársfjórðungi 2021 er lokið hafa þegar 49.300 einstaklingar verið bólusettir. Bólusetningu miðar því  vel og nú hafa rúmlega 12% þeirra sem áætlað er að bólusetja fengið bólusetningu eða myndað mótefni gegn veirunni.

Bólusetning landsmanna tekur mið af þeim tíu forgangshópum sem skilgreindir eru í reglugerð nr. 1198/2020. Búið er að bólusetja að fullu nær alla landsmenn 80 ára og eldri. Í aldurshópnum 70 – 79 ára hafa 68% hópsins fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og um 16% þeirra eru fullbólusettir. Eftir páska hefst bólusetning árganga þeirra sem fæddir eru árin 1949, 1950 og 1951. 

Á Landspítala hafa 90% starfsmanna fengið bóluefni

Á Landspítala gengur bólusetning starfsmanna vel. Starfsmenn spítalans eru um 6.200 og hafa tæplega 90% þeirra þegar fengið bóluefni. Um 2.900 þeirra eru bólusettir að fullu en 2.500 hafa fengið einn bóluefnaskammt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta