Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þórdís Kolbrún á ferðamálaráðstefnu á Grænlandi

Í pallborði með Hans Enoksen, atvinnu-, viðskipta- og orkumálaráðherra Grænlands og Bjørt Samuelsen þingmanni á færeyska lögþinginu. - mynd

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti áherslur Íslands í ferðamálum á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin var í Ilulissat á Grænlandi í síðustu viku. Sagði Þórdís Kolbrún vöxt ferðaþjónustunnar hafa farið fram úr því sem Íslendingar hefðu stefnt að en stjórnvöld og atvinnugreinin sjálf hefðu náð að bregðast tiltölulega vel við með hliðsjón af umfangi breytinganna. Þá lýsti hún helstu verkefnum sem standa yfir og eru á döfinni. 

Fulltrúar Grænlands og Færeyja kynntu áherslur sinna landa; þau Hans Enoksen, atvinnu-, viðskipta- og orkumálaráðherra Grænlands og Bjørt Samuelsen þingmaður á færeyska lögþinginu. Meðal þess sem hæst ber á Grænlandi er fyrirhuguð uppbygging flugvalla og í Færeyjum er töluvert rætt um eðli almannaréttar um frjálsa för í samhengi við ferðaþjónustu.

Á meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni voru Ólöf Ýrr Atladóttir fyrrverandi ferðamálastjóri og Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness.

 

  • Hluti ráðstefnugesta, m.a. Kári P. Højgaard formaður Vestnorræna ráðsins, Lars Emil Johanesen fyrsti varaformaður, Guðjón S. Brjánsson annar varaformaður, aðrir þingmenn frá löndunum þremur og Skafti Jónsson ræðismaður Íslands á Grænlandi. - mynd
  • Um 50 manns frá löndunum þremur tóku þátt í ráðstefnunni. - mynd
  • Eldgosið í Eyjafjallajökli skaðaði íslenska ferðaþjónustu til skamms tíma en kom Íslandi rækilega á kortið. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta