Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsvísar birtir í sjötta sinn

Velferðarráðuneytið og Hagstofa Íslands birta hér með 6. útgáfu Félagsvísa, safn tölulegra upplýsinga sem eiga að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu. Má þar nefna áhrif opinberra aðgerða og þjóðfélagsbreytinga á ólíka þjóðfélagshópa og þá sem standa höllum fæti.

Eins og fram kemur í inngangi eiga félagsvísarnir „að einfalda aðgang almennings, stjórnvalda, hagsmunaaðila og rannsakenda að skilgreindum upplýsingum sem varpa ljósi á þjóðfélagástand. Vísarnir eiga jafnframt að styðja við stefnumótun stjórnvalda. Þegar best lætur eiga félagsvísar að geta dregið upp heildarmynd af ástandi þar sem velferð, heilbrigði, vellíðan og þarfir íbúanna eru í brennidepli, en fyrst og fremst eru félagsvísar tæki sem eiga að greina hópa í vanda þar sem samfélagslegar aðgerðir og þjónusta skila ekki tilætluðum árangri.“

Félagsvísarnir skiptast upp í sex efnislega kafla sem eru: 1) Lýðfræði; 2) Atvinna; 3) Menntun; 4) Lífsgæði, lífskjör og velferð; 5) Heilsa; og 6) Börn, en kaflar 1–3 voru áður einn kafli sem bar heitið lýðræði og virkni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta