Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2022 Utanríkisráðuneytið

Miklu fleiri konur en karlar búa við fæðuóöryggi

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Á síðasta ári voru 150 milljón fleiri konur en karlar sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samkvæmt niðurstöðu greiningar mannúðarsamtakanna CARE dregur úr fæðuöryggi þegar ójöfnuður kynjanna eykst.

Greiningin mun vera sú fyrsta sem gerð er í langan tíma á tengslum fæðuöryggis og kynjajafnréttis. Hún náði til 109 landa og sýnir að á árunum 2018 til 2021 fjölgaði konum í hópi hungraðra 8,4 sinnum hraðar en körlum. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að því meira sem kynjamisréttið er í landinu því fleiri eru hungraðir og vannærðir,“ segir í frétt frá CARE.

Einnig er bent á að í samfélögum, þar sem fæðuóöryggi er mikið og foreldrar deila því litla sem á boðstólum er fyrst og fremst til barna, fái konur ávallt minnst að borða, marga daga alls ekkert.

Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands enda grundvallarmannréttindi og forsendur framfara og þróunar. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til þátttöku, áhrifa og ábata af þróunarsamvinnuverkefnum Íslands.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

2. Ekkert hungur
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta