Ný reglugerð um búnað og verndarkerfi til notkunar í mögulega sprengifimu lofti undirrituð
Með reglugerðinni er innleidd Evróputilskipun 2014/34/ESB sama efnis. Í henni er m.a. fjallað um markaðsetningu, merkingu og matsaðferðir á búnaði og verndarkerfum sem eru ætluð til notkunar í mögulega sprengifimu lofti. Þá tekur reglugerðin til öryggis-, stýri- og stillibúnaðs sem stuðlar að því að búnaðurinn og verndarkerfin virki rétt með tilliti til sprengihættu.
Helstu nýmæli fela í sér skýrari skilgreiningar á hugtökum og orðasamböndum og aukna áherslu á skyldur og ábyrgð framleiðenda, rekstraraðila, innflytjenda og dreifingaraðila.
Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi eldri reglugerð um búnað og verndarkerfi til notkunar á sprengihættustöðum.
Reglugerð um búnað og verndarkerfi sem eru ætluð til notkunar í mögulega sprengifimu lofti