Hoppa yfir valmynd
7. september 2018 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Forsætisráðherra tilkynnir tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Forsætisráðherra tilkynnir tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 - myndHeidi Orava/norden.org

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti um tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 á Lýsu, rokkhátíð samtalsins á Akureyri í dag, föstudaginn 7. september 2018.

Tilnefningarnar eru:

Danmörk
Plastic Change
Samtök með aðsetur í Danmörku sem beita sér gegn plastmengun í sjó

Finnland
Umhverfisþjónusta stór-Helsinkisvæðisins (HRM)
RAVITA™ Ný aðferð til að vinna næringarefni úr frárennslisvatni

Færeyjar
Green IQ
Tvöfalt kerfi kjölvatnsskilju og seyruhreinsunar fyrir skip

Grænland
Náttúruauðlindaráðið í Attu við vesturströnd Grænlands
Veiðimenn á svæðinu skrá ástand sjávarauðlinda og leggja til stefnu um sjávarnytjar

Ísland
Elding Hvalaskoðun
Sjálfbær og ábyrg hvalaskoðun og aðrar ævintýraferðir við Íslandsstrendur

Hreinsum Ísland með Bláa hernum / Landvernd
Hreinsun, menntun og minnkun plastmengunar í sjó

Noregur
„Floke – Plast I hvalen“
Nýsköpunarverkefni til að koma í veg fyrir að plast berist í sjó

Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn (WWF)
WWF í Noregi vinnur að #zerotolerance stefnu geng sjávarmengun

Svíþjóð
Håll Sverige Rent
Mynda tengslanet til að minnka plastmengun í sjónum

Álandseyjar
Ålands Vatten Ab
Stefna að sjálfbæru drykkjarvatni

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru nú veitt í 24. sinn og verður vinningshafinn tilkynntur 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló. Þema verðlaunanna var verndun lífsins í hafinu í ár. Norræna dómnefndin sem fer yfir tilnefningarnar hyggst verðlauna verkefni sem styðja sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 og tekur 14. markmiðið sérstaklega til lífsins í hafinu.

LÝSA fer fram í Hofi á Akureyri 7.-8. september og er opin öllum.


  • Forsætisráðherra tilkynnir tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta