Grunnskólar
Í gildandi lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er sérstakur kafli um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs. Þar er m.a. fjallað um markmið mats og eftirlits með skólastarfi, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga og ytra mat mennta- og menningarmálaráðuneytis. Nánar er fjallað um ytra mat í reglugerð nr. 658/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald. Framkvæmd ytra mats á starfsemi grunnskóla er í höndum Námsmatsstofnunar.