Hoppa yfir valmynd
13. september 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Skipulag sjúkraflutninga til endurskoðunar

Skipaður hefur verið vinnuhópur sem gera á tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um endurskipulag sjúkraflutninga í landinu. Vinnuhópurinn fær aðeins um tvo mánuði til að vinna verkefnið og er gert að skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. nóvember nk. Hópurinn skal styðjast við fyrirliggjandi úttektir, en einnig afla gagna sem hann telur nauðsynlegar. Vinnuhópurinn skal sérstaklega meta þætti, sem snúa að mönnun og rekstri sjúkraflutninga á landinu öllu. Gert er ráð fyrir að hópurinn setji einnig fram álitsgerð og tillögur um menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna. Þetta skal gera í samráði við sjúkraflutningaráð landlæknis.

Vinnuhópurinn er þannig skipaður:

Án tilnefningar: Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, formaður.

Tilnefndur af landlækni / sjúkraflutningaráði landlæknis:
Einar Hjaltason, yfirlækir á slysa- og bráðasviði LSH og formaður sjúkraflutningaráðs.

Tilnefndur af Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna:
Vernharð Guðnason, framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Til vara: Sveinbjörn Berentsson, sjúkraflutningamaður og form. fagdeildar sjúkraflutningamanna.

Tilnefndur af Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Slysa- og bráðasviði:
Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs LSH.

Tilnefnd af Sjúkraflutningaskólanum:
Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans.
Til vara: Björn Gunnarsson, læknisfræðilegur forsvarsmaður Sjúkraflutningavaktar FSA.

Tilnefndur af Rauða krossi Íslands:
Marinó Már Marinósson, verkefnisstjóri.
Til vara: Guðmundur Jóhannsson, fjármálastjóri.

Tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta