Hoppa yfir valmynd
13. september 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Forvarnastefna í endurskoðun

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti á fundi Samtaka verslunar og þjónustu að á sínum vegum væri unnið að víðtækri stefnumótun í forvarnamálum.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti fyrirætlanir sína á fundi í morgun þar sem forsvarsmenn matvöruverslunarinnar sammæltust um að gera það sem í þeirra valdi stæði til að hvetja til neyslu hollustuvöru og að vinna gegn hreyfingaleysi starfsmanna og viðskiptavina og opna augu manna fyrir mikilvægi hreyfingar. Ráðherra sagði að á vegum heilbrigðisráðherra væri hafin vinna við víðtæka stefnumótun í forvarnarmálum sem taka ætti til allra helstu þátta sem við þurfum að kljást við í bráð og lengd. Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, ráðgjafi heilbrigðisráðherra, hefur tekið að sér að vera formaður nefndar sem leiða mun stefnumótunina, en í nefndinni verða auk hennar fulltrúar aðila sem málinu tengjast m.a. frá íþróttahreyfingunni, frjálsum félagasamtökum, sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu og félagsmálakerfi svo eitthvað sé nefnt. Ráðherra fagnaði á fundinum frumkvæði verslunarfyrirtækjanna og SVÞ sem hvetja nú viðskiptavini sína og starfsmenn til að gefa gaum að mataræði og hreyfingu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta