Hoppa yfir valmynd
28. september 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra ávarpaði lækna

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði í morgun aðalfund Læknafélags Íslands sem haldinn er í Kópavogi.

Ráðherra gerði í ræðu sinni grein fyrir breytingum sem orðnar eru á heilbrigðislöggjöfinni og fór yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum eins og hún er sett fram í samstarfssáttmála stjórnarflokkanna. Ráðherra gerði grein fyrir áherslum þeim er hann hefur sett fram í forvarnamálum og ræddi mikilvægi þess að ná niður lyfjaverði.

Ráðherra lauk ræðu sinni með því að óska eftir góðu samstarfi við lækna: "Á þessu sviði og mörgum öðrum óska ég eftir uppbyggilegu samstarfi við samtök ykkar. Markmið ríkisstjórnarinnar um að hér sé rekin heilbrigðisþjónusta á heimsvísu getur ráðist af því hvernig okkur gengur að vinna saman.

Ég er reiðubúinn og fús til þeirrar samvinnu."

Ræða heilbrigðisráðherra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta