Hoppa yfir valmynd
1. október 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Rannsóknamiðað forvarnastarf

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti árangur og áherslur í forvarnastarfi á Íslandi í erindi sem hann flutti á ráðstefnu ECAD samtakanna (European Cities Against Drugs) í Mílanó í liðinni viku. Ísland leiðir forvarnarverkefni gegn vímuefnaneyslu í 15 borgum í Evrópu, en Evrópuverkefnið byggir á grunni starfs sem unnið hefur verið í forvörnum á Íslandi á síðustu árum. Í erindi sínu fjallaði ráðherra um þær áherslur sem hann leggur á rannsóknamiðað forvarnarstarf og mikilvægi grasrótarstarfs á vettvangi. Á meðan á ráðstefnunni stóð fundaði Guðlaugur Þór með borgarstjóra Milanó, Letizia Moratti, og Andrea Muccioli frá San Patrignano meðferðarsamfélaginu. Á fundinum var rædd fyrirhuguð þátttaka Milanóborgar í evrópska forvarnarverkefninu og mögulegt samstarf Íslands við San Patrignano á sviði meðferðar. Fulltrúar Reykjavíkurborgar sátu fundinn með ráðherra, en Reykjavík er þátttakandi í 15 borga verkefninu ásamt forsetaembættinu, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Actavis.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta