Samstarf um að stytta bið sjúklinga
Bundnar eru vonir við að samstarf Landspítala við heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur geti stytt bið eftir liðskiptaaðgerðum umtalsvert.
Þetta kemur fram í frétt frá Landspítalanum en málið var kynnt á ársfundi Sjúkrahússins og heilugæslustöðvarinnar á Akranesi (SHA) s.l. föstudag. Hafa í þessu sambandi verið ákveðnar aðgerðir til að stytta bið eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala í samstarfi við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vonast er til að með þessum aðgerðum styttist bið eftir liðskiptaaðgerðum þannig að í vor verði einungis um eðlilegan vinnulista að ræða.
Sjá nánar um aðgerðir til að stytta bið eftir liðskiptaaðgerðum á vef Landspítalans.