Endurskoða á lagaákvæði um sjúkraskrár
Endurskoða þarf lög og reglugerðir um sjúkraskrár með tilliti til uppbyggingar rafrænnar sjúkraskrár. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir með tilliti til þessa. Nefndin á að skila niðurstöðum sínum til ráðherra í frumvarpsformi. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 15. febrúar 2008.
Í nefndinni eru:
Dögg Pálsdóttir hrl., formaður. Skipuð án tilnefningar.
Matthías Halldórsson settur landlæknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu Landlæknisembættisins.
Torfi Magnússon læknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu Landspítala.
Sigurður E. Sigurðsson læknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Lúðvík Ólafsson læknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Stefán Þórarinsson, læknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Ólafur Stefánsson, læknir. Skipaður samkvæmt tilnefningu Læknafélags Íslands.
Guðrún Auður Harðardóttir verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Skipuð án tilnefningar.
Starfsmaður nefndarinnar er Ágúst Geir Ágústsson lögfræðingur.