Hoppa yfir valmynd
4. október 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra kaupir fyrsta K-lykilinn

Heilbrigðisráðherra keypti í morgun fyrsta K lykilinn en kiwanismenn selja hann um land allt á næstu dögum. K-lykillinn er að þessu sinni seldur til styrktar geðsjúkum undir kjörorðinu “Lykill að lífi" og er safnað í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október nk. Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með sölu á K-lyklinum. Ágóði af landssöfnununum hefur runnið til fjölda verkefna til hjálpar geðsjúkum. Tilgangurinn er að vekja þjóðina til umhugsunar um málefni geðsjúkra og safna fé til þess að styðja við endurhæfingu þeirra. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál. Landssöfnun Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra hófst í dag og stendur til og með sunnudeginum 7. október. Ágóði landssöfnunarinnar að þessu sinni rennur til þriggja málefna; Geðhjálpar, BUGL og Forma. Gengið verður í hús um land allt, sölumenn verða við verslunarmiðstöðvar og aðra fjölfarna staði, auk þess sem leitað er til fyrirtækja um stuðning.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta