Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í dag
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í dag, 10. október. Í tilefni dagsins er ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis. Ráðstefnan sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur ber yfirskriftina Innflytjendur og geðheilbrigði. Hún hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 18:00. Í kvöld verður minningarstund í Hallgrímskirkju þar sem þeirra verður minnst sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Að athöfn lokinni verður gengið niður að Tjörn þar sem kertum verður fleytt.
Vefsíða WHO: http://www.who.int/mediacentre/events/2007/world_mental_health_day/en/index.html
Sjá nánar á vefsíðu Geðhjálpar: http://www.gedhjalp.is/