Hoppa yfir valmynd
12. desember 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð blindra, sjónskertra og daufblindra

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðhera mælti fyrir á Alþingi í dag frumvarpi til laga um stofnun þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Verði frumvarpið að lögum færist ábyrgð á málefnum þessa hóps frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og tryggingamálaráðuneytisins eins og öðrum málefnum fatlaðra. Gert er ráð fyrir að Sjónstöð Íslands verði lögð niður en að nýja stofnunin yfirtaki verkefni hennar, önnur en þau sem teljast til heilbrigðisþjónustu.

Frumvarpið hefur það meginmarkmið að efla og bæta þjónustu við þennan hóp á sviði hæfingar og endurhæfingar til að stuðla að sjálfstæði og virkri þátttöku í samfélaginu jafnframt því að veita ráðgjöf og auka þekkingu og skilning á aðstæðum blindra, sjónskertra og daufblindra.

Í frumvarpinu er það nýmæli að tilgreindur er sérstaklega réttur daufblindra til þjónustu á grundvelli fötlunar sinnar af hálfu hinnar nýju stofnunar. Með því væri staðfest í lögum að daufblinda er sérstök fötlun en ekki samsetning tvenns konar fötlunar, þ.e. sjón- og heyrnarskerðingar.

Eitt af helstu markmiðum frumvarpsins er að gera þjónustu við blinda og sjónskerta heildstæðari þannig að hún sé sem mest aðgengileg á einum stað og að þar sé jafnframt tryggð sem best yfirsýn yfir aðstæður hópsins.

Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið í dag var því vísað til umfjöllunar félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.

Tenging frá vef ráðuneytisins Husta á umræður um frumvarpið á Alþingi...

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta