Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2013 Utanríkisráðuneytið

Ísland skilar inn greinargerð hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í selamáli

Ísland hefur skilað inn greinargerð til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna deilumáls Kanada og Noregs á hendur Evrópusambandinu vegna takmarkana á innflutningi og banni við sölu á selaafurðum innan sambandsins. Ísland óskaði eftir því í mars 2011 að gerast þriðji aðili að málinu, þar sem það eigi hagsmuna að gæta er varði grundvallarstefnu landsins um sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar.

Ísland mun nú koma fram sjónarmiðum sínum á fundi kærunefndar í febrúar 2013 og árétta mótmæli sín við regluverk Evrópusambandsins, sem gengur að mati Íslands gegn rétti ríkja til þess að nýta náttúruauðlindir með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Færir Ísland fyrir því rök að sjálfbærar veiðar eigi ekki að mæta viðskiptahindrunum.

Niðurstöðu í málinu er að vænta síðar á þessu ári.

Greinargerð Íslands til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta