Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2020

Albanía með formennsku í ÖSE 2020.

Mynd: Edi Rama, forsætis- og utanríkisráðherra Albaníu, Dr. Thomas Greminger, framkvæmdastjóri ÖSE ásamt fastafulltrúum ÖSE.

Albanía hefur tekið við formennsku í ÖSE, og upplýsti Edi Rama forsætis- og utanríkisráðherra um formennskuáherslur Albana á árinu 2020 undir yfirskriftinni “framkvæmum sameiginlegar skuldbindingar” á fastaráðsfundi stofnunarinnar 9. janúar 2020. Í fyrsta lagi leggja Albanir áherslu á starfið á vettvangi og starf eftirlitssveita, og er Úkraínudeilan mikilvægasta verkefnið í þeim efnum. Í öðru lagi leggja þeir áherslu á framkvæmd þeirra skuldbindinga, sem fyrir hendi eru, og í þriðja lagi vilja Albanir skapa stöðugleika með samræðu og nýta öll tiltæk ÖSE-verkfæri í þágu traustvekjandi aðgerða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta