Hoppa yfir valmynd
3. október 2023 Innviðaráðuneytið

Viðmið um hámarksbyggingarkostnað almennra íbúða vegna stofnframlaga hækkuð

Viðmið um hámarksbyggingarkostnað almennra íbúða vegna stofnframlaga hafa verið hækkuð með breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga (nr. 183/2020). Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög úr síðari úthlutun ársins hjá HMS. Nánari upplýsingar er að fina á vef stofnunarinnar. Reglugerðarbreytingin hefur verið staðfest og tekur gildi við birtingu.

Með þessari breytingu hækkar hámarksbyggingarkostnaður almennra íbúða, skv. 12. gr. reglugerðarinnar úr 355 þúsund kr. í 377 þúsund kr. fyrir hvern brúttó fermetra A og B rýma skv. ÍST50 og úr 8,2 milljónum kr. í  8,7 milljónir kr. í fastan kostnað fyrir hverja íbúð. 

Þau nýmæli verða með reglugerðarbreytingunni að hámarksbyggingarkostnaður almennra íbúða mun framvegis einnig taka mið af 15 milljóna kr. föstum kostnaði samanlagt vegna hverrar lyftu og lyftuhúss viðkomandi verkefnis, sé gerð krafa um lyftu í húsnæðinu samkvæmt byggingarreglugerð.

Tillögur um breytingar á hámarksbyggingarkostnaði hafa jafnan tekið mið af þróun á vísitölu byggingarkostnaðar, gjaldeyrismarkaði hrávöruverði og launavísitölu. Nú mun hún framvegis einnig taka mið af þróun fjármagnskostnaðar og endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á stofnkostnað íbúða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta