Hoppa yfir valmynd
19. desember 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkur til verkefna í þágu psoriasis- og exemsjúklinga

Kristján Þór Júlíusson og Ingvar Ágúst Ingvarsson
Kristján Þór Júlíusson og Ingvar Ágúst Ingvarsson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ingvar Ágúst Ingvarsson, formaður Spoex; Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, undirrituðu í dag samkomulag um 25 milljóna króna styrk sem samtökin fá til að styrkja ýmis hagsmunamál psoriasis- og exemsjúklinga.

Í maí sl. gerðu Bláa lónið og Sjúkratryggingar Íslands með sér samning þess efnis að Bláa lónið veitti sjúkratryggðum psoriasissjúklingum á Íslandi meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku. Heilbrigðisráðherra ákvað þá að nýta fjármuni sem spöruðust hjá hinu opinbera vegna þessa til að styrkja ýmis hagsmunamál psoriasis- og exemsjúklinga í samræmi við áherslur samtaka þeirra. Samkvæmt samkomulagi um styrkinn skal nýta hann til eftirtalinna verkefna:

  • þarfagreiningar á stöðu psoriasis-, psoriasisgigtar- og exemsjúklinga á Íslandi,

  • styrkingu þjónustu við sjúklinga og bættri aðstöðu í húsnæði Spoex að Bolholti 6,

  • í vísindasjóð Spoex,

  • til endunýjunar á fræðsluefni Spoex um psoriasis, psoriasisgikt og exem

  • að hefja undirbúning að gerð klínískra leiðbeininga um psoriasis og psoriasisgigt fyrir íslenska sjúklinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta