Hoppa yfir valmynd
10. október 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 21. október næstkomandi á netfangið [email protected].

Tilefni breytinganna eru athugasemdir ESA um ófullnægjandi innleiðingu á 9. gr. tilskipunar 2006/22/EB. Með breytingunni er kveðið skýrt á um það í reglugerðinni að koma skuli á áhættumatskerfi varðandi fyrirtæki sem byggi á hlutfallslegum fjölda brota fyrirtækja á aksturs- og hvíldartímareglum ökumanna og alvarleika þeirra. Þá er einnig kveðið skýrt á um að hafa skuli meira og tíðara eftirlit með fyrirtækjum sem flokkast sem áhættusöm samkvæmt áhættumatskerfinu.

Nú þegar er unnið eftir þessum viðmiðum hjá Samgöngustofu. Í breytingunni felst því ekki annað en að gera regluverkið skýrara, gagnsærra og samræma það betur fyrrnefndri tilskipun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta