Hoppa yfir valmynd
1. júní 2017 Dómsmálaráðuneytið

Alþingi staðfesti tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt

Alþingi staðfesti í dag fimmtán tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipun dómara við nýjan áfrýjunardómstól, Landsrétt, sem taka á til starfa 1. janúar á næsta ári.

Í ræðu sinni sagði ráðherra meðal annars við afgreiðslu málsins: „Ég var ánægð og þakklát að sjá svo marga gefa kost á sér til vandasamra verka og svo margir þeirra vel til starfans fallnir.“

Ráðherrann sagði tillögur sínar lúta að fimmtán einstaklingum með ólíkan bakgrunn sem allir ættu það sameiginlegt að búa yfir þeirri lögfræðilegu þekkingu sem embættin krefjast.

Tillögur ráðherra verða nú sendar forseta Íslands til staðfestingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta