Alþingi staðfesti tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt
Alþingi staðfesti í dag fimmtán tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipun dómara við nýjan áfrýjunardómstól, Landsrétt, sem taka á til starfa 1. janúar á næsta ári.
Ráðherrann sagði tillögur sínar lúta að fimmtán einstaklingum með ólíkan bakgrunn sem allir ættu það sameiginlegt að búa yfir þeirri lögfræðilegu þekkingu sem embættin krefjast.
Tillögur ráðherra verða nú sendar forseta Íslands til staðfestingar.