Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Undirritaði nýjan styrktarsamning við Bandalag íslenska listamanna

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna undirrituðu samninginn - mynd

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) undirrituðu nýjan styrktarsamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við sambandið. Með samningnum styrkir ráðuneytið starfsemi BÍL um 10 milljónir króna árið 2023.

Samhliða átti ráðherra reglulegan vinnufund með fulltrúm BÍL þar sem farið var yfir helstu verkefni og stefnumótun á sviði menningarmála og leiðir til að efla umgjörð málaflokksins. 

BÍL eru samtök fagfélaga listamanna í landinu en tilgangur þess er að vinna að eflingu listar og gæta að hagsmunum listamanna. Í dag starfa 15 fagfélög listamanna í öllum greinum innan sambandsins.

,,Við höfum átt í góðu samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna undanfarin ár. Okkar sameiginlega verkefni er að efla menningu og listir í landinu. Ég er stolt af þeim árangri sem náðst hefur á þeirri vegferð undanfarin ár og legg áherslu á mikilvægi þess að halda áfram að skapa ný tækifæri í menningu og listum á Íslandi,‘‘ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta