Hoppa yfir valmynd
15. september 2016 Innviðaráðuneytið

Málþing í næstu viku um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda

Innanríkisráðuneytið stendur í næstu viku í samvinnu við Háskólann í Reykjavík fyrir málþingi undir heitinu: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda. Þar munu nokkrir sérfræðingar fjalla um verkefnastjórnsýslu þ.e. um undirbúning og verklag við opinberar framkvæmdir.

Rætt verður um nýjungar í verkefnastjórnsýslu opinberra framkvæmda, fyrirkomulag verkefnastjórnsýslu í Noregi og um mögulegar úrbætur. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar um mikilvægi verkefnastjórnunar. Málþingið verður haldið í stofu M 209 í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 21. september og stendur frá klukkan 9 til 11.15.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra setur málþingið með ávarpi og síðan munu innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um verkefnastjórnsýlsu og hvernig tryggja megi markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda. Aðalfyrirlesari verður Gro Holst Volden, rannsóknarstjóri hjá Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs í Þrándheimi og er heiti fyrirlesturs hennar á ensku: The Norwegian governance scheme for major public investment projects. Þá mun Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneyti, fjalla um skýrsluna: Verkefnastjórnsýsla – markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda en hún verður birt um leið og málþingið er sett.

Aðrir fyrirlesarar eru þeir dr. Helgi Þór Ingason, prófessor við HR og forstöðumaður MPM námsins við tækni- og verkfræðideild HR, og dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við HR og forstöðumaður CORDA við tækni- og verkfræðideild HR, og heitir erindi þeirra: Nýjar upplýsingar um fjárhagslegt mikilvægi verkefnastjórnunar á Íslandi. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins flytur síðan erindi sem hún nefnir: Að vera á tánum. Hagkvæmni, gæði og skilvirkni í opinberum framkvæmdum. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, mun í lokin flytja samantekt og slíta málþinginu.

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta