Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Aukið aðhald í notkun S-merktra lyfja

Samkvæmt lyfjalögum er heimilt að binda notkun tiltekinna lyfja við notkun á sjúkrahúsum. Þetta eru svokölluð S-merkt lyf. Þessi lyf eru gjarna mjög dýr, ætluð til sérhæfðrar meðferðar og er ávísun og notkun þeirra háð ströngum skilyrðum. 

Árið 2011 er í fjárlögum gert ráð fyrir 4.462 milljónum króna til Sjúkratrygginga Íslands vegna kaupa á S-merktum lyfjum. Það er hins vegar mat Sjúkratrygginga Íslands, Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri að kostnaðurinn verði um 400 milljónum meiri, þótt gætt verði ýtrasta aðhalds samkvæmt gildandi reglum um þessi lyf.

Samkvæmt gildandi reglum um innleiðingu og notkun S-merktra lyfja er stuðst við niðurstöður National Institute for Health and Clinical Exellence á Bretlandi (NICE) og sambærilegra stofnana annars staðar á Norðurlöndunum. Hlutverk vinnuhóps ráðherra er að skoða hvaða leiðir séu færar til þess að draga úr notkun S-merktra lyfja, hvort breyta þurfi gildandi reglum um notkun og innleiðingu þeirra og meta möguleg áhrif aukins aðhalds. Miðað er við að vinnuhópurinn skili ráðherra niðurstöðum sínum eigi síðar en í lok mars næstkomandi.

Formaður vinnuhópsins er Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins. Aðrir fulltrúar eru Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Einar Magnússon lyfjafræðingur í velferðarráðuneytinu, Kristján Guðjónsson, lögfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands, Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, og Einar Björnsson, læknir og formaður Lyfjanefndar Landspítala. Margrét B. Svavarsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, mun starfa með hópnum. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta