Föstudagspóstur 29. september 2023
Heil og sæl,
Þá er það uppáhalds iðja okkar hér á upplýsingadeild, að líta yfir liðna viku og gleðjast yfir stóru og smáu sem átt hefur sér stað í utanríkisþjónustunni hér heima og um víða veröld.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra flutti ræðu Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um liðna helgi.
„Við höfum aldrei í mannkynssögunni verið jafn háð hvort öðru eða þurft að reiða okkur jafn mikið á hvort annað. Vandamál sköpuð af fáum geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir aðra. Hatursfull orðræða sem notuð er í pólitískum tilgangi í einu ríki getur borist með ljóshraða yfir landamæri og eitrað þjóðfélagsumræðuna í öðrum ríkjum. En það eru líka aðrir og meira upplífgandi þættir sem fylgja þessum veruleika. Lausnir uppgötvaðar í hvaða fjarlæga svæði heims er hægt að flytja og nýta um heim allan á augabragði. Nýjar hugmyndir í menningu, vísindum og pólitískri hugsun virða heldur engin landamæri,“ sagði ráðherra meðal annars í ræðu sinni.
Ræðuna í heild sinni má hlýða á hér:
📽️👉🏼 https://t.co/MPK1zvDztp pic.twitter.com/zXFl4PJSij
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) September 26, 2023
Það er skammt stórra högga á milli í dagskrá ráðherra. Á þriðjudag tók hún þátt í sérstökum fundi fastaráðs Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Á fundinum var fjallað um framferði Rússlands og misbeitingu þeirra á samstöðureglu stofnunarinnar. Ítrekaði ráðherra nauðsyn þess að samstaða náist um það sem þarf til að halda stofnuninni gangandi en framferði Rússlands gerir stofnuninni sífellt erfiðara um vik að sinna grundvallarstarfsemi sinni.
The value of the @OSCE, its field missions and independent institutions is indisputable - it is a unique organization & an important platform for dialogue & cooperation. pic.twitter.com/KVXk2slM9E
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) September 26, 2023
Í dag og í gær var ráðherra svo í opinberri heimsókn í Eistlandi. Tilgangur ferðarinnar var að hitta utanríkisráðherra landsins og ræða leiðir til að styrkja enn betur tengsl Íslands við Eistland á alþjóðasviðinu. Vel fór á með ráðherrunum en á fundi þeirra voru öryggis- og varnarmál ofarlega á baugi, ástandið í Úkraínu og aukið samstarf norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá mun hún einnig heimsækja færanlegt neyðarjúkrahús sem er verkefni sem er fjármagnað af íslenskum stjórnvöldum og unnið í samvinnu við eistneska aðila til stuðnings Úkraínu.
Arrived in beautiful Tallinn and started with a visit to the Ministry of Foreign Affairs @MFAestonia on Iceland Square and meeting my colleague Margus @Tsahkna
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) September 28, 2023
I am here to further strengthen the bond we have with Estonia 🇪🇪 a close and trusted friend.
Respect, friendship… pic.twitter.com/TB0qjK9tVf
Á vettvangi sendiskrifstofanna var líka heilmargt um að vera.
Fastanefnd Íslands í New York ásamt sendinefnd Íslands lauk ráðherravikunni með glæsibrag
#UNGA78 high-level week concludes👏👏
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) September 26, 2023
Committee and resolution work begins. #TeamIceland 🇮🇸 cheers and gets ready for further action.🤸♀️🤸♀️
We are reinvigorated and more than ever determined to work #TogetherfortheSDGs 🌍 pic.twitter.com/dMDgGoFwb7
Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum var stoltur af framgöngu utanríkisráðherra og forsætisráðherra á ráðherravikunni en benti í leiðinni á þá leiðu staðreynd að fyrir hverja níu karlkyns leiðtoga sem tóku til máls í ráðherravikunni talaði einungis einn kvenkyns leiðtogi.
For every woman speaking at the #UNGA78 General Debate, 9️⃣ men spoke. #Iceland 🇮🇸 was proud to be led by @katrinjak & @thordiskolbrun - two women leaders during the High-Level Week. But we need more. These numbers are unacceptable. #SDG5 is nowhere in sight. #GenderEquality https://t.co/GyEeDqlg0Q
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) September 27, 2023
Þótt ráðherravikunni sé lokið er ekki slegið slöku við hjá fastanefndinni en nú fer nefndarstarf á fullt.
Many 🙏🙏 to the 7⃣ panelists and the 💯 delegates and experts who joined our workshop with co-host @SingaporeUN on "Navigating the #ThirdCommittee". The congeniality and camaraderie demonstrated today was a great start for the weeks ahead! pic.twitter.com/WovkSAQMpi
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) September 26, 2023
Í sendiráði Íslands í Úganda var tekið vel á móti Paulinu Chiwangu, landsfulltrúa Úganda hjá UN Women, einnar helstu samstarfsstofnunar Íslands í þróunarsamvinnu á svæðinu.
I was so happy to welcome @PaulinaUNWomen to the 🇮🇸 embassy today. @UNWomen is one of Iceland's key partners in development cooperation & with so many of our focus areas aligned here in 🇺🇬 we look forward to exploring how we can strengthen our collaboration. #GenerationEquality pic.twitter.com/klj6UtyNbl
— Hildigunnur (Hilda) Engilbertsdóttir (@HildigunnurE) September 26, 2023
Evrópsk kvikmyndahátíð fer fram í Lilongwe í næstu viku. Á hátíðinni verða sýndar myndir frá Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Noregi, Úkraínu, Rúmeníu, Írlandi, Finnlandi og Íslandi auk malavískra kvikmynda. Framlag Ísland er hin stórgóða Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson.
Á alþjóðadegi öruggs þungunarrofs í gær sagði sendiráðsstarfsfólk í Lilongwe frá mikilvægu verkefni sem unnið er í Malawi með stuðningi íslenskra stjórnvalda og ekki síst sendiráðs Íslands á svæðinu.
Sendiráð Íslands í Berlín í samvinnu við ÚTÓN lagði íslenskum listamönnum lið á Reeperbahn tónlistahátíðinni sem fór fram á dögunum.
Samgönguráðherrum EFTA ríkjanna var boðið á óformlegan samgönguráðherrafund í Barselóna. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel og Sigurbergur Björnsson sendiráðunautur innviðaráðuneytisins mættu fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem átti ekki heimangengt og færðu fundinum skilaboð hans.
Yfir til Kaupmannahafnar. Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhenti Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Danmörku. Athöfnin fór fram í Fredensborgar-kastala norður af Kaupmannahöfn. Við þetta tækifæri átti sendiherra fund með Drottningu þar sem þau ræddu m.a. söguleg og menningarleg tengsl landanna, náin bönd konungsfjölskyldunnar við íslensku forsetahjónin og fyrri forseta, norðurslóðamál og þá ekki síst loftslagsbreytingar, hopun jökla og bráðnun íshellunnar. Enn fremur bar á góma hið fjölmenna samfélag Íslendinga í Danmörku, lýðveldisafmælið á næsta ári, gagnkvæmar heimsóknir ráðamanna og margt fleira. Drottning óskaði að lokum sendiherra velfarnaðar í störfum sínum og góðrar dvalar í Danmörku.
Nordic Fintech Week fór fram í Kaupmannahöfn í vikunni og skipulagði sendiráðið í samstarfi við Íslandsstofu og Fjártækniklasann þátttöku íslenskrar sendinefndar á hátíðinni. Af þessu tilefni bauð Árni Þór Sigurðsson sendiherra íslensku sendinefndinni ásamt dönskum samastarfsaðilum til móttöku í sendiráðinu síðastliðinn þriðjudag
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk tók þátt í vel heppnuðum vestnorrænum degi síðastliðinn sunnudag.
Sendiherra Íslands í Osló, Högni Kristjánsson, sótti danssýninguna "When the Bleeding Stops" eftir íslenska dansarann og danshöfundinn Lovísu Ósk Gunnarsdóttur en sýningin er einstaklega gott dæmi um norsk-íslenska samvinnu á sviði listar og menningar.
Menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr í París, auðvitað með stuðningi sendiráðs Íslands í borginni.
Fjölmargir íslenskir höfundar með stuðningi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi og Íslandsstofu koma fram á Bókamessunni í Gautaborg sem fer fram þessa dagana.
Sendiráð Íslands í Varsjá fékk sína fyrstu heimsókn frá þingmanni á dögunum þegar Andrés Ingi Jónsson kom þar við og fékk góðar móttökur.
Sendiráðið í Varsjá auglýsti einnig sýningu sem fer fram í SÍM Gallery í Reykjavík þar sem samvinnu íslenskra og pólskra listamanna er gert hátt undir höfði.
Í Ottawa bauð Hlynur Guðjónsson sendiherra til jazz tónleika í sendiráðinu. Þar stigu á stokk Sigmar Matthíasson og John Kofi Dappaah og minntu í leiðinni á kjarnahlutverk bæði diplómasíunnar og listsköpunar sem er að auka skilning og byggja brýr.
We were delighted to have you and could not agree more. 🇮🇸🇨🇦🎶 https://t.co/dRvrEJNr09
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) September 22, 2023
Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg stóð í gær studdi viðburð um Barnahús í tengslum við ráðherrafund menningarráðherra sem fór fram í borginni í vikunni. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd.
Ministers of Education in Europe bring a strong message at #coe. Education and active youth participation are vital for prosperity and democracy #CoE_Education23
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) September 29, 2023
We were delighted to welcome Minister @asmundureinar in #Strasbourg https://t.co/xllDBAJ5H2 pic.twitter.com/5RVnvrbV4b
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington bauð fulltrúum Kennedy Center, Smithsonian og National Endowment for the Arts í heimsókn í sendiráðið ásamt góðum gesti frá menningar- og viðskiptamálaráðuneytinu. Á fundinum voru margar góðar hugmyndir að samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði lista og menningar ræddar.
Amb. @BEllertsdottir hosted representatives from Kennedy @kencen @smithsonian & National Endowment for the Arts @NEAArtsChair last week for a discussion on culture. Adda from 🇮🇸 Ministry for Culture was among guests. A lot of great ideas & opportunities for cooperation 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/P9Cgnagz79
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 25, 2023
Þá hélt Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi Íslands í Washington, til Alaska þar sem hann tók þátt í fyrstu vinnustofu Ted Stevens Center for Arctic Security Studies fyrir varnarmálafulltrúa sendiráða frá norðurslóðum.
In #Anchorage yesterday and this morning with my defense hat on, attending this important gathering in Alaska organised by @Stevens_Center . About to board a plane to the northernmost city in 🇺🇸. 🙌 https://t.co/RcvJjTarUx
— Davíð Logi Sigurðsson (@DavidLogi) September 26, 2023
Þórir Ibsen sendiherra Íslands í Peking hélt ávarp við gangsetningu nýrrar endurvinnslustöðvar Carbon Recycling International í Kína.
Honoured to speak at the inauguration of the Sailboat CO2 to methanol plant in Lianyungang 🇨🇳which runs on technology of 🇮🇸 Carbon Recycling International. A 🌧️ day, said to bring fortune. This #CCUS facility is one more concrete cooperation between 🇮🇸&🇨🇳 to reduce CO2 emissions pic.twitter.com/Y5f2IpogKC
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) September 25, 2023
Og starfsfólk sendiráðsins brá sér á tónleika Laufeyjar í Poly Theatre í Peking, við undirleik China Philharmonic Orchestra. Tónleikarnir voru vel sóttir og var íslensk-kínversku söngkonunni vel fagnað af áhorfendum.
#Laufey the Icelandic-Chinese 🇮🇸🇨🇳 Jazz singer-songwriter performed at the Poly Theatre in Beijing yesterday evening with the China Philharmonic Orchestra. The audience was #Bewitched by her refined & lyrical #Jazz https://t.co/yLuAQdpLJV pic.twitter.com/VsgNt76zUr
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) September 27, 2023
Í gær var sem fyrr segir alþjóðadagur öruggs þungunarrofs og í tilefni dagsins stóðu evrópskir sendiherrar og málsvarar mannréttinda og kynjajafnréttis upp fyrir því sem ættu að vera sjálfsögð mannréttindi kvenna, yfirráðum þeirra yfir eigin líkama.
🇪🇪🇱🇹🇫🇷🇩🇰🇳🇱🇸🇪🇬🇧🇸🇰🇱🇺🇫🇮🇩🇪🇳🇴🇪🇸🇮🇸 #UnstoppableMovement #AbortionSolidarity #28Sept pic.twitter.com/U3m6XxFaqi
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) September 28, 2023
Föstudagspósturinn verður ekki lengri að sinni. Látum silkimjúka rödd áðurnefndrar Laufeyjar bera okkur áfram inn í helgina.
Kær kveðja,
upplýsingadeild