Tilnefndar sem athyglisverðustu útgáfubækur ársins 2023
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers árs.
„Fjölbreytnin í bókaútgáfu á Íslandi er algjörlega til fyrirmyndar. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að skrifa og gefa út áhugaverðar bækur á íslensku, þá sérstaklega fyrir börn og ungmenni,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Þetta er í 35. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefenda kostar verðlaunin. Hér fyrir neðan má sjá tilnefningarnar í ár.
Tilnefningar til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 eru:
Blóðmeri eftir Steindór Ívarsson
Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána
Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur
Maðurinn frá São Paulo eftir Skúla Sigurðsson
Sæluríkið eftir Arnald Indriðason
Dómnefnd skipuðu Björn Ingi Óskarsson, Kristján Sigurjónsson formaður dómnefndar og Mjöll Snæsdóttir.
Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:
Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring myndhöfund
Vísindalæsi – Hamfarir eftir Sævar Helga Bragason og Elías Rúna myndhöfund
Hrím eftir Hildi Knútsdóttur
Mömmuskipti eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur
Stelpur stranglega bannaðar! eftir Emblu Bachmann
Dómnefnd skipuðu Ásgerður Júlíusdóttir, Hjalti Freyr Magnússon formaður dómnefndar og Hrönn Sigurðardóttir.
Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:
Alþýðuskáldin á Íslandi – saga um átök eftir Þórð Helgason
Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg – baráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur
Með verkum handanna – íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson og Lilju Árnadóttur
Samfélag eftir máli – bæjaskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi eftir Harald Sigurðsson
Séra Friðrik og drengirnir hans – saga æskulýðsleiðtoga eftir Guðmund Magnússon
Dómnefnd skipuðu Bessý Jóhannsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður dómnefndar og Þorvaldur Sigurðsson.
Tilnefningar í flokki skáldverka:
Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur
DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Dúnstúlkan í þokunni eftir Bjarna M. Bjarnason
Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl
Dómnefnd skipuðu Guðrún Birna Eiríksdóttir, Hlynur Páll Pálsson og Steingerður Steinarsdóttir sem jafnframt var formaður dómnefndar.