Hoppa yfir valmynd
27. maí 2011 Innviðaráðuneytið

Nýjar reglur um skil sveitarfélaga á ýmsum upplýsingum um fjármál

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út reglugerð og auglýsingu um skil á gögnum til Hagstofu Íslands. Er þar fjallað annars vegar um skil á fjármálaupplýsingum á þriggja mánaða fresti og hins vegar um hvernig sveitarfélög skuli standa að rafrænum skilum úr bókhaldskerfum.

Reglugerð um skil á gögnum er nr. 395/2011 og er þar kveðið á um ársfjórðungsleg skil á upplýsingum úr bókhaldi og nánar kveðið á um skil á þriggja ára áætlun og áætlun næsta árs.

Þá hefur verið gefin út auglýsing nr. 515/2011 um skil á rafrænum upplýsingum í gagnagrunn hjá Hagstofu Íslands og fjallar meðal annars um hvernig sveitarfélög skuli standa að staðlaðri tvílyklun í bókhaldi til að geta skilað rafrænt beint úr bókhaldskerfum sveitarfélaga.

Samstarfsnefnd um Upplýsingaveitu sveitarfélaga hefur haldið kynningarfund um ofangreinda upplýsingagjöf í gegnum fjarfundarbúnað og öllum sveitarfélögum hefur verið sent bréf um málið. Um frekari upplýsingar er hægt að snúa sér til Gunnlaugs Júlíussonar eða Jóhannesar A. Jóhannessonar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, til Björgvins Sigurðssonar, Guðrúnar Eggertsdóttur eða Jóhanns Rúnars Björgvinssonar hjá Hagstofu Íslands og til Jóhannesar Finns Halldórssonar hjá Innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta