Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Fimmtán framboðslistar - ellefu bjóða fram í öllum kjördæmum

Landskjörstjórn hefur sent frá sér tilkynningu um hvaða stjórnmálasamtök bjóði fram lista í hverju kjördæmi. Alls eru 15 listar í framboði en 11 listar bjóða fram í öllum kjördæmum.

Tilkynning landskjörstjórnar:


Eftirfarandi listar hafa verið boðnir fram í öllum kjördæmum við alþingiskosningar 27. apríl 2013:

  • A-listi:    Björt framtíð
  • B-listi:    Framsóknarflokkur
  • D-listi:    Sjálfstæðisflokkur
  • G-listi:    Hægri grænir, flokkur fólksins
  • I-listi:    Flokkur heimilanna (hét áður Lýðveldisflokkurinn)
  • J-listi:    Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun
  • L-listi:    Lýðræðisvaktin
  • S-listi:    Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands (hét áður Samfylkingin)
  • T-listi:    Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði (hét áður Borgarahreyfingin – Þjóðin á þing. Hafði þá listabókstafinn O).
  • V-listi:    Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Þ-listi:    Píratar

Eftirfarandi listar bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður:

  • H-listi:    Húmanistaflokkurinn
  • R-listi:    Alþýðufylkingin

Eftirfarandi listi er boðinn fram í Reykjavíkurkjördæmi suður:

  • K-listi:    Sturla Jónsson, K-listi (hét áður Framfaraflokkurinn)

Eftirfarandi listi er boðinn fram í Norðvesturkjördæmi:

  • M-listi:    Landsbyggðarflokkurinn   
Landskjörstjórn, 16. apríl 2013

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta