Hoppa yfir valmynd
21. mars 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Örn Viðar Skúlason ráðinn framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu

Örn Viðar Skúlason - mynd

Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra félagsins. Örn Viðar lauk meistaraprófi í hagverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.  Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja og hefur undanfarin ár starfað sem fjárfestingarstjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins ásamt því að sitja í stjórnum fjölmargra sprotafyrirtækja.

Örn Viðar starfaði áður við eign rekstur, sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og fjárfestinga hjá SPRON, sem framkvæmdastjóri Iceland Seafood og framkvæmdastjóri markaðssviðs og aðstoðarforstjóri SÍF samstæðunnar.

Fyrir liggja fjölmargar umsóknir um að Fasteignafélagið Þórkatla ehf. kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík og er lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu félagsins til þess að koma framkvæmd kaupanna í ferli.

Óskar Jósefsson stjórnarformaður Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf.:

„Það er ánægjulegt að fá öflugan og reyndan stjórnanda til að leiða starfsemi félagsins. Ég er þakklátur fyrrum vinnuveitanda Arnar Viðars fyrir að hafa skapað svigrúm til þess að hann geti hafi störf sem fyrst enda brýnt að verkefnin og úrlausnarefnin fram undan séu leyst eins hratt og auðið er.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta