Hoppa yfir valmynd
6. mars 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2013

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2013 liggur nú fyrir en það gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Hafa ber í huga að niðurstöður þess geta vikið frá endanlegu uppgjöri ríkissjóðs á rekstrargrunni þar sem tekið er tillit til álagðra tekna og áfallinna skuldbindinga eins og þær birtast í ríkisreikningi fyrir árið 2013.

Staða handbærs fjár frá rekstri var neikvætt um 14,4 ma.kr. sem er betri staða en árið á undan þegar það var neikvætt um 34,8 ma.kr. Innheimtar tekjur jukust um 38,4 ma.kr. milli ára og greidd gjöld um 24,6 ma.kr. Viðskiptahreyfingar höfðu jákvæð áhrif á handbært fé um 12,2 ma.kr. á móti 5,7 ma.kr. árið 2012.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-desember 2013


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta