Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Stuðningur við heyrnarlaust flóttafólk

Stutt verður sérstaklega við heyrnarlaust flóttafólk sem leitað hefur skjóls á Íslandi samkvæmt samningi við Félag heyrnarlausra sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur endurnýjað. 

Heyrnarlausu flóttafólki hefur fjölgað hér á landi og inngilding þess krefst sérfræðiþekkingar sem Félag heyrnarlausra býr yfir. Markmiðið með samningnum er að auka félagslega virkni heyrnarlauss flóttafólks og færni þess í íslensku táknmáli og veita því þannig stuðning til þátttöku í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku á vinnumarkaði.

Þá mun Félag heyrnarlausra fræða fagfólk sem vinnur með flóttafólki um þarfir heyrnarlausra flóttamanna. Samningurinn er að upphæð tæplega 9 milljónum króna og gildir til loka árs 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta