Hoppa yfir valmynd
27. maí 2021 Utanríkisráðuneytið

Börn í Búrkína Fasó fá reiðhjól frá Barnaheillum

Ljósmynd: Barnaheill – Save the Children  - mynd

Íslensk börn eru ekki þau einu sem fá reiðhjól í hendur eftir hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children í vor því gámur af hjólum barst á dögunum til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Hjólunum verður úthlutað til nemenda sem ABC barnahjálp styður og styttir tíma þeirra á leiðinni í skólann.

Í tíu ár hafa tæplega þrjú þúsund börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrravor var í fyrsta sinni í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp var gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum sendur til Búrkína Fasó.

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í mars og stóð yfir til 1. maí. Þá hófust úthlutanir og hjól gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta