Hoppa yfir valmynd
6. maí 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áslaug Arna ræddi gervigreind á ráðherrafundi OECD

Frá ráðherrafundi OECD um vísindi og tækni. - mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra, sótti í liðinni viku ráðherrafund OECD um vísindi og tækni, þann fyrsta sem haldinn er síðan árið 2015. Fundurinn fór fram í París og var yfirskriftin Sameiginlegar áskoranir, umbreytandi aðgerðir (e. Shared challenges, transformative actions). Þar var áhersla m.a. lögð á á þær áskoranir og tækifæri sem OECD-ríkin standa frammi fyrir þegar kemur að tækniframförum, ekki síst gervigreind. Þá ræddu ráðherrarnir hvernig best megi nýta vísindi og tækni til að mæta samfélagslegum áskorunum landanna. 

Í ræðum sínum á fundinum ræddi Áslaug Arna nýlegar breytingar á stefnumörkun vísinda- og tæknimála á Íslandi, sem og hvernig stjórnvöld hafa notið góðs af nýlegri úttekt OECD á framlögum íslenska ríkisins til rannsókna og þróunar. Stuðst verður við skýrsluna við áframhaldandi stefnumörkun í málaflokknum. Þá nefndi Áslaug að nauðsynlegt sé að tryggja að gagnaöflun með gervigreind ýti ekki undir eða ýki það ójafnræði sem þegar er til staðar í vísindastarfi, gögnum og miðlun vísinda. 

Auk ráðherra taldi sendinefnd Íslands á fundinum m.a. fulltrúa Íslands í stjórn stefnumarkandi nefndar OECD um vísindi og tækni (CSTP) og fastafulltrúa Íslands gagnvart OECD. 

Í tengslum við ráðherrafundinn hafa tvær stefnumarkandi skýrslur á vegum OECD verið gefnar út: 

 

  • Áslaug Arna ræddi gervigreind á ráðherrafundi OECD - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta