Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2008 Innviðaráðuneytið

Stefán Thordersen settur flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar tímabundið

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur sett Stefán Thordersen, framkvæmdastjóra öryggissviðs Keflavíkurflugvallar, í stöðu flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar tímabundið frá 1. febrúar uns nýtt flugvallarfélag tekur til starfa.

Umsjón með rekstri Keflavíkurflugvallar fluttist frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis um nýliðin áramót og í undirbúningi er sameining Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. í opinbert félag.

Björn Ingi Knútsson, sem verið hefur flugvallarstjóri í níu ár, lét af starfinu í gær. Stefán Thordersen hóf störf hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli í ársbyrjun 2001. Hann er menntaður flugvirki og lögreglumaður og sérfræðingur á sviði flugverndar og öryggis á flugvöllum. Hefur hann sinnt trúnaðarstörfum á því sviði víða um heim á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar auk starfa sinna hjá Flugmálastjórn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta