Samið um að innleiða framleiðslutengda fjármögnun Landspítala
Samningur um innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar Landspítala sem byggist á alþjóðlega DRG flokkunarkerfinu var undirritaður í dag. Markmiðið er að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjár.
Helstu markmið með samningnum eru:
- Gegnsærri aðferðir við fjármögnun þar sem þjónustan er kostnaðargreind.
- Skynsamlegri úthlutun fjármagns í heilbrigðiskerfinu og betri nýting fjármuna.
- Aukin skilvirkni og bætt eftirlit með gæðum og hagkvæmni þjónustunnar.
- Að skilja betur á milli hlutverka kaupanda og seljanda þjónustunnar.
- Frétt um samninginn á vef velferðarráðuneytis