Tækjakostur heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni efldur
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn.
Á fjárlögum þessa árs eru samtals 421,8 milljónir króna ætlaðar til tækjakaupa hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Rúmur helmingur fjárins er föst fjárveiting en 200 milljónir króna er tímabundin fjárveiting ætluð til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði stofnananna. Með þessu tímabundna framlagi er verið að bregðast við uppsafnaðri þörf fyrir úrbætur í þessum efnum.
Eftirfarandi eru upplýsingar um skiptingu fjárins sem úthlutað er með hliðsjón af þörf stofnananna og stærð þeirra.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands | 70 | |||
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða | 60 | |||
Heilbrigðisstofnun Norðurlands | 85 | |||
Heilbrigðisstofnun Austurlands | 85 | |||
Heilbrigðisstofnun Suðurlands | 66,8 | |||
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | 55 | |||
Samtals | 421,8 |