Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2020

Kosningar í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Kosið í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York - mynd

Það voru ekki einungis bandarískir kjósendur sem gengu til atkvæða í vikunni vestanhafs, heldur var einnig líf og lýðræði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Gengið var til atkvæða um margvíslegar ályktanir og breytingatillögur í nefndum um afvopnunarmál og sjálfstæði fyrrverandi nýlenduríkja, og framundan eru atkvæðagreiðslur í nefndum um mannréttindamál, þróunarmál og fjármál.

Í allsherjarþinginu hafa 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna jafnan atkvæðarétt og ræður einfaldur meirihluti atkvæða að jafnaði. Um þrjá valmöguleika er að ræða í atkvæðagreiðslum – að kjósa með, á móti eða sitja hjá. Á ári hverju afgreiðir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hundruðir ályktana og því í mörg horn að líta hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta