Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Stuðningur við Ísland í formennsku Kýpur

Frá ræðu Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur
Frá ræðu Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur

Í opinberri heimsókn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Kýpur hét Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráðherra Kýpur öflugum stuðningi við umsókn Íslendinga í formennskutíð landsins í Evrópusambandinu. Kýpur tekur við formennskunni af Dönum í júní.

Ráðherra fór yfir stöðu aðildarviðræðnanna og gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs, sérstöðu landbúnaðar og öðrum atriðum sem verða mikilvæg í samningunum. Þá fór hann ítarlega yfir málstað Íslands í Icesave málinu og makríldeilunni.

Ráðherrarnir lýstu báðir áhuga á að efla viðskipti milli ríkjanna til að mynda með því að hvetja til þess að ferðamannastraumur milli Íslands og Kýpur verði aukinn.

Utanríkisráðherra Kýpur skýrði stöðu mála í Kýpurdeilunni en viðræður milli deiluaðila í New York fyrr í vikunni skiluðu ekki árangri.

Í heimsókninni átti ráðherra fundi með Yannis Omerou forseta Kýpurþings og Averof Neophytou formanni utanríkismálanefndar. Einnig átti hann ítarlegan fund með Sofoclis Aletraris sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í stjórn Kýpur og mun þar af leiðandi stýra fundum Evrópusambandsins á þeim sviðum þegar landið fer með formennskuna. Þá fékk ráðherra kynningu á umhverfisverndarverkefnum sem Ísland styður á Kýpur í gegnum Þróunarsjóð EFTA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta