Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Íslenskar bókmenntir í Evrópuþinginu

Þórir Ibsen og Dan Preda
Þórir Ibsen og Dan Preda

Sýningin Sögueyjan Ísland - Portrett af íslenskum samtímahöfundum opnaði í Evrópuþinginu í Brussel í dag. Sýningin sem er á ensku byggir á veggspjöldum með portrettljósmyndum Kristins Ingvarssonar ljósmyndara af á þriðja tug íslenskra rithöfunda og viðtölum Péturs Blöndal blaðamanns við þá um hvað í íslenskum söguarfi hafi helst haft áhrif á listsköpun þeirra. Sýningin hefur verið þýdd á fimm tungumál og er notuð við kynningu sendiráða og bókmenntastofnana víða um heim. Á annan tug þýðinga íslenskra bóka í enskri þýðingu liggja frammi í Evrópuþinginu. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB og Dan Preda, sérstakur fulltrúi utanríkismálanefndar Evrópuþingsins um samningaviðræðurnar við Íslands, opnuðu sýninguna formlega.

Ísland sem bókaþjóð hefur verið áberandi í Evrópu undanfarna mánuði í kjölfar heiðursþátttöku Íslands á stærstu bókasýningu heims, Frankfurter Buchmesse í október sl.   Í ágúst sl. var Reykjavíkurborg útnefnd bókmenntaborg UNESCO. Bókmenntakynningin er liður í viðleitni sendiráðs Íslands í Brussel  til að efla áhuga fyrir Íslandi og íslenskri menningu í Belgíu, sem og í umdæmisríkjunum Hollandi og Lúxemburg. Á næstu misserum verður sýningin sett upp í fleiri stofnunum Evrópusambandsins.

Nánari upplýsingar um Frankfurter Buchmesse má finna á vef Sögueyjunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta