Hoppa yfir valmynd
15. október 2012 Utanríkisráðuneytið

Opnunarviðmið í landbúnaðarmálum uppfyllt með aðgerðaráætlun

Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningakaflanum um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda. Framkvæmdastjórn ESB óskaði á sínum tíma eftir því að Ísland legði fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Íslensk stjórnvöld luku við gerð áætlunarinnar í júlí s.l. og afhentu framkvæmdastjórn ESB til umfjöllunar. Niðurstaðan er sú að áætlunin er fullnægjandi lýsing á því með hvaða hætti Ísland hyggst haga undirbúningi sínum. Opnunarviðmiðið er því uppfyllt. Samningahópur um landbúnaðarmál vinnur nú að mótun samningsafstöðu.

Bréf  formennskuríkis ESB um opnunarviðmið í landbúnaði

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta