Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024

Forsetakosningar 2024

Hægt verður að kjósa í sendiráðinu í Osló alla virka daga fram að kosningum milli kl.13:00 og 15:00. Til viðbótar verður boðið uppá eftirfarandi auka opnunartíma fyrir kosningar:

  • mánudagur 6. maí kl.13:00-17:00
  • laugardaginn 11. maí kl. 11:00-14:00
  • miðvikudagur 15. maí kl.13:00-19:00

Til þess að anna sem best eftirspurn með vegabréfaafgreiðslu, atkvæðagreiðslu og öðrum erindum biðjum við kjósendur um að nýta þá tíma sem í boði verða í sendiráðinu.

Ekki þarf að panta sérstaklega tíma til að kjósa en vinsamlega sýna biðlund, enda von á að það myndist biðraðir á vinsælum tímum.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum með mynd, helst íslensku vegabréfi eða ökuskírteini.

Að gefnu tilefni minnum við á að kjósendur skulu sjálfir annast sendingu atkvæðisbréfs síns til þess sveitarfélags þar sem þeir eru á kjörskrá. Póstsendingar á milli landanna eru nokkuð hægari en áður var og því mælst til að kosningar utan kjörfundar í Noregi verði gerðar í fyrri hluta maímánaðar til að tryggja að atkvæði ná til kjörstjórnar innan tilskilds tíma.

Mælst er til að kjósendur kynni sér upplýsingar um fyrirkomulag kosninga utan kjörfunda sem er að finna á Island.is.

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir geti kosið (séu á kjörskrá) og hvaða kjördæmi þeir tilheyra geta þeir flett kennitölu sinni upp í kjörskrá.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá ræðismönnum Íslands í Noregi:

Bergen
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni:

- laugardaginn 4.maí kl. 17:00-19:00,
- þriðjudaginn 7.maí kl.16:00-18:00,
- miðvikudaginn 8.maí kl.17:00-19:00,
- föstudaginn 10.maí kl.15:00-17:00,
- laugardaginn 11. maí kl. 13:00-15:00
Frekari upplýsingar verða auglýstar á facebooksíðu ræðisskrifstofunnar Islands Konsulat i Bergen. Heimilisfang ræðisskrifstofunar: Stiftelsen Bryggen, Bredsgården 1D, Bryggen, Bergen

Bodø
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða síma 902 09 533. Frekari upplýsingar á facebooksíðu ræðisskrifstofunnar Islands konsulat i Bodø og Nordland 
Heimilisfang ræðisskrifstofu: Muskat AS, Sjøgata 15, Bodø

Haugesund
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni kl. 09:30-15:00 dagana 6.-8.maí og 13.-15.maí eða samkvæmt samkomulagi við ræðisskrifstofu í tölvupósti [email protected]
Heimilisfang ræðisskrifstofu: Hagland Sjøfartsbygget, Smedasundet 97, Haugesund

Kristiansand
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða síma 402 90 985
Heimilisfang ræðisskrifstofu: Østre Strandgate 5, 1. etasje, Kristiansand

Sandnes
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni:

  • mánudaginn 6.maí kl.10:00-13:00
  • miðvikudaginn 8.maí kl. 09:00-12:00
  • mánudaginn 13.maí kl.09:00-12:00 

Heimilisfang ræðisskrifstofu: Kraftbank, Larsamyrå 18, inngang B, 3.etg, Sandnes

Tromsö
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni mánudag 6.maí, þriðjudaginn 7.maí og þriðjudaginn 14.maí kl.15:30-17:00 ellegar samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected]
Heimilisfang ræðisskrifstofu: JobZone, Grønnegata 53, Tromsø

Trondheim
Hægt verður að kjósa í Þrándheimi á eftirfarandi tímum: 

  • föstudag 10.maí kl.15:00-18:00
  • laugardag 11.maí kl. 11:00-13:00
  • sunnudaginn 12.maí kl. 16:00-18:00

Atkvæðagreiðslan mun að þessu sinni fara fram á vinnustað ræðismannsins í ráðhúsinu að Munkegata 1, Trondheim. Kjósendur eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við ræðismanninn í tölvupósti [email protected] eða síma 9343 9000 til að tilkynna komu sína á kjörstað.

Ålesund
Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða síma 90 91 62 30

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta