Hoppa yfir valmynd
10. júní 2021 Dómsmálaráðuneytið

Hlynur Jónsson skipaður dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson, lögmann, í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með 10. júní 2021. 

Hlynur Jónsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og framhaldsnámi í lögfræði frá Chicago-háskóla árið 1998. Frá þeim tíma hefur Hlynur starfað sem lögmaður í um 16 ár, þar af með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands frá árinu 2011. Þá hefur hann starfað sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu auk þess sem hann var á árinu 2009 skipaður formaður slitastjórna þriggja fjármálafyrirtækja. Hlynur hefur einnig setið í ráðherraskipuðum nefndum sem samið hafa drög að lagafrumvörpum og þá sinnti hann stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands um hríð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta