Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2022 Utanríkisráðuneytið

Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð.

Menntamálaráðuneyti Úganda gerir kröfu um að skólar setji upp viðunandi hreinlætisaðstöðu fyrir nemendur og kennara í kjölfar opnunarinnar.

Til að aðstoða skóla við hefja kennslu hefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áform um að leggja til hreinlætisvörur til skólanna í því skyni að uppfylla kröfur stjórnvalda og sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið, gegnum sendiráð Íslands í Kampala, að styðja við framtak UNICEF eftir að beiðni barst frá stofnuninni um að taka þátt í þessu stóra verkefni.

Grunn- og framhaldsskólar í Úganda eru tæplega fjórtán þúsund talsins, nemendur um fimmtán milljónir. Að mati sendiráðsins í Kampala er stuðningur við opnun skóla í landinu afar mikilvægt verkefni og vilji til þess að koma til móts við hreinlætiskröfur stjórnvalda.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta